Alþjóðlegi samlokudagurinn

Alþjóðlegi samlokudagurinn
by

Subway hélt upp á Alþjóðlega samlokudaginn þann 3. nóvember síðastliðinn. Í tilefni dagsins buðum við viðskiptavinum upp á frían bát með keyptum bát, auk þess að gefa matargjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir hvern seldan bát þennan dag. Matargjöfin var svo afhent Ásgerði Jónu formanni fjölskylduhjálpar í desember. Alls söfnuðust andvirði 1300 máltíða. Við þökkum öllum þeim fjölda viðskiptavina sem komu til okkar þennan dag, keyptu bát og styrktu um leið Fjölskylduhjálp Íslands!“