Jafnlaunastefna Subway

Description of the image

Jafnlaunastefna

Ábyrgðaraðili: Fjármálastjóri

Stjarnan ehf. byggir launaákvarðanir sínar á fyrirfram ákveðnum viðmiðum um verðmæti starfa. Félagið skuldbindur sig til að greiða öllum starfsmönnum jöfn laun og sambærileg kjör fyrir sömu og eða jafnverðmæt störf óháð kyni þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá félaginu.

 
Með því að: 

  1. Starfa samkvæmt vottuðu ÍST 85 jafnlaunakerfi og viðhalda því með stöðugu eftirliti og umbótum
  2. Veita öllu starfsfólki jöfn tækifæri innan félagsins
  3. Hafa launaákvarðanir gagnsæjar og málefnalegar
  4. Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári
  5. Bregðast við óútskýrðum launamun
  6. Bjóða upp á öfluga starfsþjálfun og fræðslu
  7. Líða ekki einelti, kynbundið misrétti eða kynferðislegt áreiti
  8. Framfylgja lögum og reglum