Pavel sendir stuðningsfólki Tindastóls leiðbeiningar

Þjálfari Tindastóls sendi frá sér skilaboð til stuðningsmanna félagsins á samfélagsmiðlinum Twitter í gærkvöldi.

Skilaboðin er hægt að sjá hér fyrir neðan en í þeim hvetur hann Tindastólsfólk nær og fjær til þess að beina orku sinni í jákvæðan farveg, þar sem hans lið þrífist best í gleði og stemningu. Enn frekar hvetur hann stuðningsmenn til þess að leyfa öðrum að æsa sig upp. Skilaboðum sínum beinir hann sérstaklega inn á samfélagsmiðla, kaffistofur og ekki síst völlinn sjálfan.

Tindastóll tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Síkinu kl. 19:15 í kvöld í öðrum leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. Fyrir leik kvöldsins leiðir Tindastóll einvígið 1-0, en fyrsta leikinn unnu þeir með minnsta mun mögulegum síðasta laugardag í Origo Höllinni. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Share the Post:

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN