Hugmyndir að ljúffengum salötum3 hugmyndir að ljúffengum salötum

Allir 6 tommu bátar á Subway geta orðið að ljúffengum salötum. Stundum þarf maður eitthvað léttara sem er þó stútfullt af góðri næringu. Á Subway getur þú valið úr fjöldanum öllum af fersku grænmeti, áleggi og sósum. Við settum saman nokkrar tillögur og hvetjum þig til þess að prófa!

Sjáumst á Subway


Teriyaki kjúklingurEitt af okkar allra vinsælustu salötum er með Teriyaki gljáðum kjúklingi, enda virkilega gott (þó við segjum sjálf frá). Við mælum með sætlaukssósunni og smá salti og pipar. Nú og svo auðvitað það grænmeti sem þér þykir best.

*Subway notar íslenskar kjúklingabringur frá Holta.Túnfisksalat í salat?Já takk. Við skorum á þig að prófa. Túnfisksalatið sem við gerum sjálf á stöðunum okkar á hverjum degi fer sérlega vel í salatið með til dæmis rauðlauk, ólívum, tómötum, spínati og káli. Prófaðu líka að bæta við beikoni! Mörgum finnst það ekki hljóma vel, en við nánast lofum því að þetta smelli saman.Hægelduð kjúklingabringaKjúklingurinn í þessu salati er hægelduð bringa með sérvalinni kryddblöndu, sem síðan er rifin í bita. Einstaklega safaríkur og meyr kjúklingur sem er virkilega góður í salatið. Veldu þitt grænmeti og prófaðu svo rauðvínsedik, smá ólífuolíu, parmesan og oregano krydd út á. Ekki gleyma ostinum – ostur gerir allt betra 🙂

Leist þér ekkert á þessar tillögur okkar? Settu þá saman þitt eigið!
Á Subway getur þú valið úr fjöldanum öllum af fersku grænmeti, sósum og kryddum ásamt kjúklingi og kjötáleggi. Á Subway færðu líka vegan grænmetisbuff.