Sólrún Inga áfram í Ólafssal

Sólrún Inga Gísladóttir mun áfram leika með liði Hauka í Subway deild kvenna á komandi tímabili, en þetta tilkynnti félagið á Facebook síðu sinni í dag. Sólrún Inga er uppalin í Haukum, en lék fyrir Coastal Georgia Mariners háskólann á árunum 2017-2021.

Haukar duttu út fyrir Val í oddaleik í undanúrslitum Subway deildar kvenna, eftir að hafa lent í öðru sæti í deildakeppninni.

Share the Post:

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN