Persónuverndarstefna Stjörnunnar ehf.

Þessi persónuverndarstefna tekur til meðferðar Stjörnunnar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík (hér eftir „Subway“, „félagið“ eða „við“) á persónuupplýsingum um viðskiptavini sína. Í henni er kveðið á um hvernig persónuupplýsingar sem varða einstaklinga eru unnar og varðveittar, í hvaða tilgangi og hvernig þeim er miðlað og öryggis þeirra gætt.

Subway er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram hjá félaginu. Netfang okkar er subway@subway.is.

Við vinnum allar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á hverjum tíma, sbr. lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einnig reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin). Hægt er að fræðast nánar um persónuverndarlögin á heimasíðu Persónuverndar. 

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Sá telst persónugreinanlegur sem tengja má upplýsingar við, svo sem með tilvísun í nafn, kennitölu, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem teljast til einkenna og aðgreina hann frá öðrum. Upplýsingar sem eru ópersónugreinanlegar teljast ekki persónuupplýsingar. Við leggjum í öllum tilvikum áherslu á að persónuupplýsingarnar séu nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.

Hver er tilgangur og heimild til vinnslu persónuupplýsinganna?

Við söfnum og geymum persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar m.a. í eftirfarandi tilgangi:

  • Við söfnum upplýsingum beint frá viðkomandi einstaklingi til að framkvæma pantanir á sölusíðu á vefsíðu okkar, svo sem nafni, tengiliðaupplýsingum og greiðsluupplýsingum.
  • Við söfnum upplýsingum um þjónustusögu viðskipavina sem panta á vefsíðunni okkar.
  • Við söfnum upplýsingum úr eftirlitsmyndavélum og geymum þær í 30 daga í öryggis- og eignavörsluskyni.
  •  Við notum sjálfvirka upplýsingasöfnun í tengslum við notkun á vefsíðu okkar. Við söfnum upplýsingum með því að nota vefkökur, veflogga og svipaða tækni en þetta eru ópersónugreinanlegar upplýsingar um það hvernig viðskiptavinir nota vefsíðu félagsins. Þetta gerir okkur kleift að hanna vefsíðuna þannig að hún nýtist viðskiptavinum sem best og birta auglýsingar til notenda sem hafa heimsótt vefinn. Þú getur alltaf lokað fyrir vafra kökur í stillingum vafrans sem þú notar.
  • Við söfnum upplýsingum um póstnetföng einstaklinga í gegnum póstlistann á vefsíðunni okkar. Póstlistinn er notaður í markaðssetningu t.d. með auglýsingu á tilboðum eða tilboðsmiðum

Oftast eru upplýsingarnar unnar á grundvelli eftirfarandi heimilda:

  • Þegar það er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna félagsins.
  • Þegar það er nauðsynlegt til að efna samning milli félagsins og einstaklings.
  • Þegar það er nauðsynlegt vegna lagaskyldu sem hvílir á félaginu.

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN